Hager - Sérfræðingar í rafbúnaði

Fyrirtækið

Velkomin á heimasíðu Hager. Í 60 ár höfum við verið að efla fyrirtækið okkar í samvinnu við viðskipavini eins og þig.


Hager Group er leiðandi framleiðandi á kerfum og lausnum í rafbúnaði fyrir heimili, fyrirtæki og iðnað.

Hager vörumerkin ná yfir allt frá raflögnum og köplum til sjálfvirkni í hús- og öryggiskerfum og endurspegla þau kjarnastarfsemi okkar. Okkar öflugu vörumerki gera okkur kleift að sameina styrkleika okkar til þess að skara fram úr í þróun kerfa og þjónustu sem eru undirstaða nútíma byggingariðnaðar.


Með okkar viðskiptavinum og öðru fagfólki vinnum við að lausnum framtíðarinnar. Þar má nefna; vistvænar samgöngur sem fela í sér rafhleðslustöðvar fyrir heimili og almenning ásamt aukinni sjálfvirkni heimila. Við leggjum einnig mikla áherslu á að gera heimili og aðrar byggingar vistvænni án þess að fórna þægindum en á sama tíma hámarka orkunýtingu. Með þessa tækni að leiðarljósi tökumst við á við áskoranir og tækifæri framtíðarinnar með okkar viðskiptavinum.


Fyrirtækið var stofnað árið 1955 af Hermann Hager, Dr. Oswald Hager og föður þeirra tveggja Peter en fyrirtækið er enn fjölskyldufyrirtæki í einkaeigu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Blieskastel í Þýskalandi. Þrátt fyrir að rætur fyrirtækisins séu í Evrópu er Hager alþjóðlegt fyrirtæki með 11.500 starfsmenn og 2 milljarðar evra í veltu (á árinu 2019). Við framleiðum íhluti og vörur á 22 stöðum um allan heim sem viðskiptavinir okkar í 120 löndum treysta.


Vöruframboð Hager Group

Búnaður til afldreifingar og orkumælinga

Stjórn- og varbúnaður

Tengla- og lagnarennur

Aukahlutir fyrir raflagnir

Sjálvirknibúnaður fyrir heimili og fyrirtæki

Innlagnaefni

Dyrasíma

Vöruframboð Hager Group

Hager á heimsvísu

Sala árið 2018: € 2 Mrd.

Fjöldi starfsmanna: 11.500

Fjöldi starfsmanna: 22

Söluaðilar: 120

Hager á heimsvísu

Sala og dreifing vöru er í höndum Johan Rönning, samstarfsaðila okkar á Íslandi.

Johan Rönning hf.
Klettagörðum 12
104 Reykjavík
Iceland

Sími: +(354) 5 200 800
Fax: +(354) 5 200 888
Email: ronning@ronning.is


X

This website uses cookies

This website uses cookies to deliver the best possible web experience. By continuing and using the site, you consent to the use of cookies. To control, disable or delete cookies, please use your browser settings.

More about our cookies policy.
Accept cookies