Hager - Sérfræðingar í rafbúnaði

Fyrirtækið

Velkomin á heimasíðu Hager. Í 60 ár höfum við verið að efla fyrirtækið okkar í samvinnu við viðskipavini eins og þig.


Hager Group er leiðandi framleiðandi á kerfum og lausnum í rafbúnaði fyrir heimili, fyrirtæki og iðnað.

Hager vörumerkin ná yfir allt frá raflögnum og köplum til sjálfvirkni í hús- og öryggiskerfum og endurspegla þau kjarnastarfsemi okkar. Okkar öflugu vörumerki gera okkur kleift að sameina styrkleika okkar til þess að skara fram úr í þróun kerfa og þjónustu sem eru undirstaða nútíma byggingariðnaðar.


Með okkar viðskiptavinum og öðru fagfólki vinnum við að lausnum framtíðarinnar. Þar má nefna; vistvænar samgöngur sem fela í sér rafhleðslustöðvar fyrir heimili og almenning ásamt aukinni sjálfvirkni heimila. Við leggjum einnig mikla áherslu á að gera heimili og aðrar byggingar vistvænni án þess að fórna þægindum en á sama tíma hámarka orkunýtingu. Með þessa tækni að leiðarljósi tökumst við á við áskoranir og tækifæri framtíðarinnar með okkar viðskiptavinum.


Fyrirtækið var stofnað árið 1955 af Hermann Hager, Dr. Oswald Hager og föður þeirra tveggja Peter en fyrirtækið er enn fjölskyldufyrirtæki í einkaeigu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Blieskastel í Þýskalandi. Þrátt fyrir að rætur fyrirtækisins séu í Evrópu er Hager alþjóðlegt fyrirtæki með 11.500 starfsmenn og 2 milljarðar evra í veltu (á árinu 2019). Við framleiðum íhluti og vörur á 22 stöðum um allan heim sem viðskiptavinir okkar í 120 löndum treysta.


Vöruframboð Hager Group

Búnaður til afldreifingar og orkumælinga

Stjórn- og varbúnaður

Tengla- og lagnarennur

Aukahlutir fyrir raflagnir

Sjálvirknibúnaður fyrir heimili og fyrirtæki

Innlagnaefni

Dyrasíma

Vöruframboð Hager Group

Hager á heimsvísu

Sala árið 2018: € 2 Mrd.

Fjöldi starfsmanna: 11.500

Fjöldi starfsmanna: 22

Söluaðilar: 120

Hager á heimsvísu

Sala og dreifing vöru er í höndum Johan Rönning, samstarfsaðila okkar á Íslandi.

Johan Rönning hf.
Klettagörðum 12
104 Reykjavík
Iceland

Sími: +(354) 5 200 800
Fax: +(354) 5 200 888
Email: ronning@ronning.is